Þetta er lítið einfalt jólalag fyrir yngstu börnin. (Þeim eldri finnst skemmtilegra að syngja það á dönsku). Við lagið gerum við hreyfingar t.d. bendum við upp á lofti og stjúkum handleggina til að sýna að það sé hlýtt. Börnin æfa sig líka í að telja á fingrum sér.

Nissen
Á loftinu situr Stúfur, sá litli jólasveinn
Á loftinu situr Stúfur, sá litli jólasveinn
1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 uppi' á lofti hlýju

Svo koma þangað strákar með rauðar skotthúfur
Svo koma þangað strákar með rauðar skotthúfur
1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 uppi' á lofti hlýju

Svo koma þangað stelpur í jólakjólunum
Svo koma þangað stelpur í jólakjólunum
1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 uppi' á lofti hlýju

Svo dansa allir krakkar og halda jólabal
Svo dansa allir krakkar og halda jólabal
1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 uppi' á lofti hlýju

Þetta er danskt jólalag sem má heyra hér: På loftet sidder nissen