Lagið mitt um Álfadrottninguna er orðið ómissandi á þrettándanum og þorranum hjá okkur á Urðarhóli. Til að lífga upp á flutninginn leik ég álfadrottninguna og er með sérstakan hatt sem líkist þeim á myndinni. Börnin lifa sig alltaf mjög vel inn í lagið og vita vel að álfadrottningin er hættuleg og maður þarf að gæta sín á henni! Neðst á síðunni eru myndskeið sem sýna hvernig má nota lagið í dans.

Alfadrottning

Aðstoðarleikskólastjórinn á Urðarhóli gaf mér þessa fingrabrúðu og spurði hvort ég gæti notað hana. Mér datt strax í hug álfadrottning og fékk hugmyndina að þessu lagi sem maðurinn minn, Baldur, gerði svo eftirfarandi texta við. Lagið skiptir milli 3/4 í erindunum og 4/4 í viðlaginu.

Álfadrottningin

Birte álfadrottning og Imma húsfreyja
Álfadrottningin
Á álfaballi skal dansinn duna,
álfar og menn um gólfið bruna!
Já, komið nú krakkar og dansið við mig,
Komið og dansið við mig

Ó, nei, ó nei, ó nei,
við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa!
Því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!

Á álfaballi skal dansa lengi,
það á við bæði um stúlkur og drengi!
Já komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig!

Ó, nei, ó nei, ó nei 
við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa!
Því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!

Æ, syngjum nú saman og dönsum,
svo allir fari frá viti og sönsum!
Já komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig!

Ó, nei, ó nei, ó nei,
við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa!
Því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!
- Það er hættulegt að dansa við álfa!!

Tónlist: Birte Harksen
Texti: Baldur A. Kristinsson

Lagið er á disknum mínum, sem heitir: Maja Maríuhæna og önnur barnalög
Alfadrottningin.mp3

Myndskeið

Hér fyrir neðan má skoða myndskeið sem sýnir hvernig hægt er að dansa við þetta lag. Ég leik álfadrottninguna sem er að reyna að fá þriggja ára börnin til að dansa við mig en þau eru mjög ákveðin í að gera það ekki :)

Nótur

Smellið til að prenta út nótur
Alfa