Ísbjarnaþemað á deildinni hjá okkur í ár verður alltaf sérstaklega eftirminnilegt, ekki síst út af snjóhúsinu sem við bjuggum til úr mjólkurkössum. Í rauninni má segja að við lærðum næstum því jafn mikið um inúítana, fólkið á Norðurskautssvæðinu, og þess vegna fjallar þetta lag jafn mikið um það og um ísbirni.
![]() |
Að búa til lag eða texta er svo sniðug og auðvelt leið til að hjálpa börnunum til að muna eftir því sem þau hafa lært. Hér valdi ég að leggja áherslu á öll skrýtnu orðin sem við vorum búin að heyra: Nanuq = ísbjörn; inúíti = manneskja, igló = snjóhús, kajak = bátur, anórak = skinnjakki.
![]() |
Texti
Ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!
Inúítarnir, þeir búa í iglói.
En ekki ég.
Ég sef í snjóhelli.
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!
![]() |
Inúítarnir, þeir sigla á kajaki.
En ekki ég.
Í hafi syndi ég.
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!
Inúítarnir klæðast anórakki.
En ekki ég.
Með þykkan feld ég er.
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!
![]() |
Inúítarnir, þeir borða fisk og sel.
Það geri líka ég.
Ég þarf að borða vel!
Því að ég er ísbjörn
á Norðurskautinu.
Nanuq, það heiti ég!
Texti: Birte Harksen
Lag: Byggt á The Polar Bear Song, en breytt af Birte.
Myndskeið
Ég náði aldrei nógu góðri upptöku þar sem öll börnin syngja lagið, þannig að í staðinn tók ég upp einsöng tveggja barna á deildinni. Undirspilið gerði tólf ára strákurinn minn, hann Bjarki, í Garage Band (en það er tónlistarforrit fyrir Makka). Þeir sem hafa áhuga geta sótt undirspil (án söngs) með því að smella hér.