Á deildinni okkar var fiðrildið dýr mánaðarins, og við fundum skemmtilega leið til að nota þetta lag. Við endurnýttum tréfiðrildi sem einu sinni höfðu verið í óróa. Hópur barna (4-5) dansaði í kringum kennarann með fiðrildin á meðan hin börnin sungu lagið. Í lok lagsins lentu fiðrildin á kennaranum og nýr hópur barna tók við.
Lagið er á geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög. Gítargripin er að finna neðst á síðunni.
Ég er fiðrildi
![]() |
Opnaðu augun
og líttu á mig!
Ég er fiðrildi,
og ég flýg kringum þig!
Ég get flogið svo hátt
að varla í mig sér!
Ég get flogið svo lágt
ég kem við tærnar á þér!
Opnaðu augun
og líttu á mig!
Ég er fiðrildi,
og ég flýg kringum þig!
Ég get flogið í hringi
ég get flogið beint!
Ég flýg allan daginn
bæði snemma og seint!
Opnaðu augun
og líttu á mig!
Ég er fiðrildi,
og ég flýg kringum þig!
Ég get flogið um allt
og líka út í geim!
En mig langar allra helst að
fljúga með þér heim!
Lag: Birte Harksen
Texti: Baldur A. Kristinsson
Gítargrip
//C/am/
/dm/G7/
/C/am/
/dm/G7//
//C/am/
/dm/G7/
/G7/G7/
/C/C//