Þetta litla lag eftir Kira Willey er mjög auðvelt að aðlaga að hvaða þema sem er. Ég hef notað það bæði í tengslum við nornaþema og ljónaþema. Hér á síðunni má sjá báðar útgáfur en því miður er bara til upptaka af ljónaþemanu. Lagið heitir á ensku "The sound I found" og má finna á disknum: "Dance for the Sun" sem er alveg frábær!

Í ljónaþemanu var hugmyndin að leika sér að því að mörg mismunandi dýr heita "ljón" á íslensku t.d. sæljón, kamelljón, ljónafiskur. það er líka til planta sem heitir ljónslappi eða ljónslöpp.

Stelpan málaði sig sjálf - reyndar selur í stað sæljóns :)
DSC07481

Hvaða ljóni heyrðir þú í?

Ég heyrði hljóð
þar sem ég stóð
Ég heyrði hljóð 
og ég varð alveg óð
Því að hljóðið kom frá ljóni
geltandi sæljóni
Ég hlustaði mjög vel
og heyrði: ÖH ÖH ÖH !
Ég heyrði: ÖH ÖH ÖH   !
Já, ég heyrði: ÖH ÖH ÖH !
Þetta kamelljón skírðum við Sverri
PA030107
Ég heyrði hljóð
þar sem ég stóð
Ég heyrði hljóð 
og ég varð alveg óð
Því að hljóðið kom frá ljóni
litlu kamelljóni
Ég hlustaði mjög vel
og heyrði: SLUUUPP!
Ég heyrði: SLUUUPP!
Já, ég heyrði: SLUUUPP!
Urrandi ljón
DSC01798
Ég heyrði hljóð
þar sem ég stóð
Ég heyrði hljóð 
og ég varð alveg óð
Því að hljóðið kom frá ljóni
alvörunni ljóni
Ég hlustaði mjög vel
og heyrði: WAAAHH!
Ég heyrði: WAAAHH!
Já, ég heyrði: WAAAHH!

Lag: Kira Willey. "The sound I found"
Texti: Birte Harksen
Lagið í PDF-skjali

Nornaþemað

Í nornaþemanu fannst mér skemmtilegt að nota lagið til að byggja up stemmningu. Hvaða hljóð heyrum við í norna-kofanum? Í síðasta erindinu kemur síðan í ljós að nornin og kötturinn voru sem betur fer bara flissandi krakkar í öskudagsbúningum.

Smellið á myndina til að sækja pdf-skjal til útprentunar
Norn