Hvern hefur ekki langað til að verða risaeðla? Auðvelt er að búa til risaeðlulag með því að breyta textanum við Skip to my Lou. Eitthvert barnanna ákveður hvaða risaeðlutegund við eigum að syngja um og þegar söngnum er lokið bendir það svo á þann sem á að velja næst. Svo er líka hægt að nota myndir þegar maður velur. Ég var svo heppin að finna gamalt gólfpúsl í Góða Hirðinum þar sem margar risaeðlur voru í heilu lagi.

Eftir að hafa unnið með risaeðluþema í mánuð þekktu börnin á deildinni yfir 15 mismunandir risaeðlur - svo að söngurinn gat dregist á langinn - en samt sungu þau alltaf með jafn miklum áhuga :o) 6 ára börn á Sjávarhóli eru hér að leika risaeðlur framan við myndir sem þau hafa gert af mismunandi risaeðlutegundum (mars 2009).

Ég vildi að ég væri flugeðla
Ég_vildi_að_ég_væri_flugeðla

Ég vildi að ég væri grameðla

D
Ég vildi að ég væri grameðla
A
Ég vildi að ég væri grameðla
D
Ég vildi að ég væri grameðla
A                 D
Grameðla með stóra tennur

Ég vildi að ég væri slóeðla
Ég_vildi_að_ég_væri_slóeðla

Skip, skip, skip to my Lou
Skip, skip, skip to my Lou
Skip, skip, skip to my Lou
Skip to my Lou, my darling

Ég vildi að ég væri þórseðla
Ég vildi að ég væri þórseðla
Ég vildi að ég væri þórseðla
Þórseðla með langan háls   

Skip, skip, skip to my Lou...
Ég vildi að ég væri grameðla
Ég_vildi_að_ég_væri_grameðla
Ég vildi að ég væri kambeðla
Ég vildi að ég væri kambeðla
Ég vildi að ég væri kambeðla
Kambeðla með kamb á baki

Skip, skip, skip to my Lou...
Ég vildi að ég væri kambeðla
Ég_vildi_að_ég_væri_kambeðla
Ég vildi að ég væri gaddeðla 
Ég vildi að ég væri gaddeðla 
Ég vildi að ég væri gaddeðla
Gaddeðla með gadda á hala

Skip, skip, skip to my Lou...


Ég vildi að ég væri flugeðla
Ég vildi að ég væri flugeðla
Ég vildi að ég væri flugeðla
Flugeðla með breiða vængi


Skip, skip, skip to my Lou...


o.s.fr.

Hugmynd: Imma og Birte
Hreyfing með laginu: Þegar við syngjum viðlagið yppum við öxlum í takt.

Skemmtilegt er að geta þess að "lou" í enska textanum er dregið af skoska orðinu "loo" sem merkir ást.

Hér er lítið sætt myndskeið þar sem er hægt að heyra laglínuna