Þetta lag er mjög vinsælt meðal yngstu barnanna. Þeim finnst einkum skemmtilegt að sýna hristuna þegar sungið er "Má ég sjá?". Lagið þjálfar líka heiti líkamshlutanna. Þegar þau eru orðin vön laginu geta þau sjálf tekið þátt í að velja líkamshlutana.

Í lófanum mínum
Hand

Texti

Í lófanum mínum,
í lófanum mínum
er ég með hristu.
- Má ég sjá?!

Lagið er eftir danska tónlistarkennarann Lotte Kærså. Það er að finna á DVD-disknum Leg, musik og bevægelse.

Börnin geta einnig haldið á einhverju öðru en hristu, t.d. jólasveini eða bangsa og sungið um það í staðinn.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan er ég að syngja lagið með tveggja ára börnum. (Ath.: Þar syng ég "hristi" í stað "hristu", sem mér varð síðar ljóst að væri réttara).

Tekið upp á Heilsuleikskólanum Urðarhóli, áugúst 2007