Við erum farin að kalla þetta lag "Kúplink! Kúplank! Kúplunk!" eins og hljóðið sem kemur þegar bláber (bláar perlur) detta í málmskál. Hugmyndin kemur úr bókinni "Blueberries for Sal" (Bláber fyrir Söru) sem fjallar um litla stelpu sem er að tína ber með mömmu sinni einmitt þar sem bjarnamamma og húnninn hennar eru að gæða sér á bláberjum. Sjá myndskeiðið hér að neðan.

Lúlli_litli_lemur

Texti

Kúplink! Kúplank! Kúplunk!
Blueberries_for_Sal
C
Út um mó, inn í skóg, 
F            G7
upp í hlíð í grænni tó. 
        C
Þar sem litlu berin 

lyngi vaxa á, 
G7               C    
tína, tína, tína má.

 G7
"Kúplink"
 G7
"Kúplank"
 C
"Kúplunk"
Ekki vera hræddur, Lúlli!
Lúlli_lemur
Tína þá berjablá 
börn í lautu til og frá. 
Þar sem litlu berin 
lyngi vaxa á, 
tína, tína, tína má.

"Kúplink"
"Kúplank"
"Kúplunk"

Texti:Friðrik Guðni Þórleifsson

Af því að lemúrinn var dýr mánaðarins hjá okkur í september gerði Imma snöggvast auka erindi um hann Lúlla lemúr, nýja vin okkur frá Madagaskar:

Inni í skóg í næði og ró
þar og hér að tína ber
hann Lúlli litli lemúr er
að tína, tína, tína ber.

"Smjatt, smjatt, smjatt!"

Skoða bókina "Blueberries for Sal" á Amazon.com