Í sambandi við uglu-þemað okkar kastaði Imma sér út í að þýða eitt af uppáhaldslögunum sínum úr bernsku: gamla perlu eftir Burl Ives. Lagið um óheppnu kettina sem reyna að ná uglunum í háa trénu hefur unnið hug og hjarta allra á Urðarhóli - enda er það nokkuð fyndið út af öllum þessum óvenjulegu dýrahljóðum. Sjá myndskeiðið neðst á síðunni.
Þrjár litlar uglur
”Tú-lú, tú-lú, tú-hú, tú- hú”
Þrjár litlar uglur í röð, röð, röð
sátu á grein upp' í háu tré
og þær voru svo kátar
og þær sungu svo kátar
þessar uglur í háu tré, tré, tré
þessar þrjár litlu uglur í tré
”Mjá, mjá, mjá, mjá”
Þrír litlir kettir með tipp tipp tó
læddust upp þetta háa tré
og þeir uglurnar sáu
upp' í trénu svo háu - og sögðu
þvílík veisla í tré, tré, tré
Þvílík veisla verður nú hér
”Bá-vá, bá-vá, bá-vá, bá-vá”
Þrír litlir hundar með bá vá vá
eltu kettirna alla þrjá
og uglur í ótta
flugu burt strax á flótta
þegar hundarnir hlupu hjá, hjá, hjá
og kettir vældu greininni á...
Lag: ”Two Little Owls” eftir Burl Ives
Þýð.: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir
Myndskeið
Elstu börnin á deildinni gerðu þessar flottu fingurbrúður: þrjár uglur, þrjá ketti og þrjá hunda.