Eyvindur og börn á leikskólanum Sóla
Babbalagid

Hér er bráðskemmtilegt og grípandi lag frá Eyvindi Inga Steinarssyni í Vestmannaeyjum. Á myndskeiðinu má sjá mjög einfalda og sniðuga leið til að láta börnin spila undir á málmspil.

Eyvindur sendi lýsingu á því hvernig lagið varð til:

"Babbalagið varð til er ég nýtti mér fábrotinn hljóðfærakost leikskóla er ég vann á. Þar á meðal var xýlófónn með lausum hljóðstöfum. Ég raðaði upp hljómaganginum í C-Am-Dm-G og spilaði undir á gítar. Börnin léku (4) á hljóðstafina, hvert 2 takta í senn. Tvær stúlkur fóru að syngja Ba-babba-ba-babba. Þá var hugmyndin komin. Ég fór heim í kaffinu og setti Babbalagið saman."

Textinn

C
Við getum spilað, og heyrðu nú,
Am
Við getum sungið, miklu hærra en þú,
Dm             G
Við getum leikið saman babbalagið, 1,2,3,4
C
Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba
Am
Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba
Dm
Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba
G
Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba

Lag og texti: Eyvindur Ingi Steinarsson

Málmspil með lausum hljóðstöfum
Málmspil

Hljóðstafir

 • C: börnin spila á C og E
 • Am: börnin spila á A og C (litla)
 • Dm: börnin spila á D og F
 • G: börnin spila á G og H