Það var mjög gaman hjá okkur í síðasta danstíma þar sem við ímynduðum okkur að við værum í björgunarsveit Latabæjar og þyrftum að snúa bökum saman þegar ógnir steðjuðu að. Ragnheiður Sara Grímsdóttir gerði þennan dans við Latabæjar-lagið: "Snúum bökum saman" af disknum Glanni glæpur í Latabæ (1999). Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá fimm ára börnin dansa dansinn í fyrsta sinn.

Björgunarsveit Latabæjar

Hér er til björgunarsveit!
DSC01003
Ógnir steðja að.
Þegar ógnir steðja að
þá er best að snúa bökum saman!

Úti er veður vont.
Þegar úti er veður vont
þá er best að snúa bökum samam!
Þegar ógnir steðja að...
DSC01004
Og standa í fætur fast
þó að fnæsi rokið hvasst
Núna má ekki neinn fá móðursýkiskast.

Latibær, stöndum saman
Latibær, stöndum saman
Latibær, langbesti bær sem ég veit!

Latibær, stöndum saman
Latibær, stöndum saman
Latibær, hér er til björgunarsveit!

Lag: Máni Svavarsson
Texti: Karl Ágúst Úlfsson

Myndskeið