Texti

Ó brotni jólafugl
ég jólastjarna er
allir vilja vera nálægt mér.
Burt jólafugl þú skyggir á mig
inn í skuggann fljótt með þig.

Ó brotni jólafugl
ég kamelljón er
í felum eins og vera ber.
Burt brotni jólafugl þú vísar á mig
á neðri greinar færðu þig.

Ó brotni jólafugl
ég hreindýr á hraðferð er
veistu að það er kamelljón hér?
Burt brotni jólafugl ég hleyp beint á hlið
nú máttu bara vara þig.

Ó brotni jólafugl
hví ertu hér einn
á jólum ekki má það neinn.
Nú litli jólafugl ég væng set á þig
svo máttu syngja fyrir mig.

Ó litli jólafugl
þú fallegur ert
börnin syngja eitt og hvert.
Ó litli jólafugl með töfravæng þinn.
Viltu vera vinur minn?

Lag: "One Little Christmas Tree" eftir Stevie Wonder
Texti: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir