Þetta er einstaklega hresst og glaðlegt lag, sem starfssystir mín, Huld Hákonardóttir, benti mér á, en hún hafði kynnst lögunum hennar Laurie Berkner úti í Bandaríkjunum. Það var auðvelt að þýða lagið yfir á íslensku því að það er jafn einfalt og það er skemmtilegt. Síðan er náttúrulega alveg bráðnauðsynlegt að vera með "alvöru dýrahatta" þegar lagið er sungið :)

hattene

Dýrahattalagið

Hákarlahattur
hattar2
D       A
Gunna er með grís sem hatt
A       D
Gunna er með grís sem hatt
D       G7
Gunna er með grís sem hatt 
    D      A   D
og hún er með hann allan daginn!
Hákarlahattur og Kisuhattur
to
D         A
Klapp klapp klapp klappaðu
A         D
Klapp klapp klapp klappaðu
D         G7
Klapp klapp klapp klappaðu
  D    A   D 
og klappaðu allan daginn!

 Kalli er með kött sem hatt x3
 og hann er með hann allan daginn!

 Huld hún er með hund sem hatt x3
 og hún er með hann allan daginn!
Ljónahattur
Ljón
 Freyja er með fíl sem hatt x3
 og hún er með hann allan daginn!

 Lísa er með ljón sem hatt x3
 og hún er með það allan daginn!

 Hannes er með hákarl sem hatt x3
 og hann er með hann allan daginn!

Settu hendur á höfuðið
Settu hendur á höfuðið
Settu hendur á höfuðið
og vertu með þær þar allan daginn!
Fílahattur
fill
Og settu hendur á axlir
og settu hendur á mjaðmir
settu olnbogann á hnéð
settu tærnar á nefið
settu nefið þitt á annað nef
og vertu með það þar allan daginn!

Klapp klapp klapp klappaðu
Klapp klapp klapp klappaðu
Klapp klapp klapp klappaðu 
og klappaðu allan daginn!

Lag: "Pig on her head" eftir Laurie Berkner
Þýðing: Birte Harksen