Auðveld og ódýr leið til að búa til hljóðfæri er að nota umbúðir utan af t.d. leikföngum. Hér er eitt dæmi um slíkt: hrista með dýrahaus, búin til úr plasthólki sem var með plastdýrum í.

Dýrahristar

Plasthólkurinn var upphaflega nokkuð langur. Ég klippti töluvert af honum til að hristan yrði ekki of stór.

Takið eftir silfurkúlunum í hákarlahristunni. Það eru sykurkúlur til kökskreytinga.