Ég held að börnin í leikskólanum hjá okkur hafi komið foreldrunum sínum skemmtilega á óvart upp á síðkastið þegar þau hafa talað um furðuleg dýr eins og wobbegong, wombat, wallaby og farin að nota skemmtileg orð eins og billabong, bunji og boomerang. Allt þetta er frumbyggjum Ástralíu að þakka sem hafa veitt okkur innblástur í þemavinnunni um furðudýr minnsta meginlandsins. Þótt breiðnefurinn væri aðaldýrið okkar, hafa hin dýrin líka unnið sess í hjörtum okkar. Þetta lag hefur hjálpað börnunum mikið að muna hvað þau eru kölluð.
![]() |
Dýrin í Ástra-la-líu
Kengúra, wombat og kóalabjörn
Krókódíll, possum og emu
Kokaburra, dingó og breiðnefur
Dýrin í Ástra-la-lí-í-íu
Ari dú ari dúa dei
Ari dú ari dá-a
Wobbegong, brolga og mjónefur
Dýrin í Ástra-la-lí-í-íu
Lag: "Eitt sumar á landinu bláa" eftir Jónas Árnasson (sungið af Þremur á palli)
Texti: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir
Alltaf þegar við hengjum myndrenninga upp þar sem börnin geta séð þá daglega, verðum við vör við hvað þau nota þá mikið til að rifja upp og endurtaka lagið sem renningurinn er um. Þetta sést vel á myndskeiðinu hér að neðan. Þess má geta að á opnu húsi hjá okkur var renningurinn uppi í glugga, og mörg barnanna sungu fyrir foreldra sína þegar þau voru að skoða hann.
![]() |
![]() |