Myndirnar hjálpa börnunum til að skilja textann
Bestu_lummur_í_heimi

Framvindan í textanum er mjög skemmtileg: Húsdýrin hjálpast að við að mala uppskeruna og baka úr henni flatkökur. Það er líka gaman fyrir börnin að fá útskýringu á hvað hin ýmsu orð í textanum merkja og tengja þau þannig við hreyfingarnar sem við gerum í dansinum. Hér á síðunni er líka íslensk útgáfa af textanum sem hægt er að syngja við laglínuna.

"Móðurmál" -Félag tvítyngdra barna- hélt fjölskylduhátíð í Gerðubergi þann 11. nóv. 2012, þar sem litháíski hópurinn söng þetta lag. Lagið heitir "Du Gaideliai" en á íslensku merkir það "Tveir hanar". "Móðurmál" eru samtök sem beita sér fyrir móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn og hjálpar foreldrum að stofna hópa þar sem þeirra tungumál er kennt. Gaman að fá að vera með á þessum frábæra degi :)

Miðill:Du gaideliai.mp3

Du gaideliai

Hanar tveir á hveitiakri safna korni og gala
Du_gaideliai_1
Du gaideliai,
du gaideliai
baltus žirnius kūlė.
Dvi vištelės,
dvi vištelės
į malūną vežė

Ožys malė, ožys malė, 
ožka pikliavojo,
O ši trečia ožkytėlė 
miltus nusijojo
Flugan býr til lummudeigið...
Du_gaideliai_3
Musė maišė, musė maišė, 
uodas vandens nešė,
Saulė virė, saulė virė, 
Mėnesėlis kepė 

Íslenskur texti

C
Hanar tveir

á hveitiakri
F      C
safna korni og gala.
   F
//:Hænur tvær
  C
í myllu bera:
G7     C
kornið þarf að mala.://

Geitapabbi
malar kornið,
geitamamma flokkar.
//:Kiðlingurinn
sigtar mjölið,
nið'rí pokann okkar.://

Flugan býr til
lummudeigið,
mý með vatn á sveimi.
//:Sólin sýður,
tunglið steikir
bestu lummur í heimi.:// 

Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson íslenskuðu.

Myndskeið frá Urðarhóli

Í eldhúsinu hjá okkur vann stúlka frá Litháen, Viktoría. Þetta lag var framlag hennar til Alþjóðavikunnar í leikskólanum (nóv. 2007). Auk þess að vera hresst og skemmtilegt lag er þetta dans, sem hún kenndi okkur líka. Sjá myndskeið hér fyrir neðan

Tekið upp í Heilsuleikskólanum Urðarhóli, 13. maí 2008 í hreyfistund hjá Birte Harksen. Þetta var í fyrsta sinn í hálft ár sem börnin dansaði þennan dans, svo að þau voru ekki lengur alveg örugg í hreyfingunum :o)