Glaðlegur dans sem er á sama hátt skemmtileg saga um dýrin í sveitinni sem hjálpast að við að mala uppskeruna og baka úr henni. Þar sem lagið er frá litháen er gaman fyrir börnin að fá útskýringu á hvað hin ýmsu orð í textanum merkja og tengja þau þannig við hreyfingarnar sem við gerum í dansinum. Síðan er reyndar ekkert mál fyrir þau að læra að syngja með - eins og sjá má hér.
Dansinn
Laginu fylgja danshreyfingar sem er mjög einfaldar og skemmtilegar. Hér á síðunni má sjá tvö myndskeið af dansinum. Annað er nýtt og tekið upp í tengslum við hænuþema á deildinni en hitt er frá 2008 þegar við vorum að læra dansinn fyrst.
Ef þið vilja nota lagið og dansa í ykkar leikskóla er hljóðskrá hér:
![]() |
Til að hjálpa börnunum til að skilja söguna í laginu fann ég myndir sem pössuðu og bjó til myndrenning sem við notum þegar við syngjum lagið og dönsum við það.
![]() |
Gamalt myndskeið
Það er gaman að segja frá því að gamla myndskeiðið varð mjög vinsælt og hefur verið skoðað 1,6 milljón sinnum síðan þá (sérstaklega auðvitað af fólki í Litháen).
Út af strangari persónuverndarreglum munu nýju myndskeiðin mín hins vegar ekki vera vistuð á Youtube og eru þar að auki bara aðgengileg gegnum Börn og tónlist, þannig að það er auðvitað ekki hægt að gera ráð fyrir jafn miklu áhorfi á þau :)