Þennan texta og dans gerðum við fyrir draugaþema, sem við vorum með á Sjávarhóli á Heilsuleikskólanum Urðarhóli haustið 2007. Börnin höfðu gert draugabrúður sem þau dönsuðu með, eins og sést af meðfylgjandi myndskeiði.

Draugadansinn
D          em
Draugarnir svífa og sveima,
em         D
sveiflast um loftið í hóp.
   D            em
Er dagsljósið dvínar þá heyrist
     A7            D
frá þeim draugalegt gleðihróp.

D           em
Hertu upp hugann og komdu,
em           D
hlauptu, já fljótur, kom skjótt!
      D         em
Því dásamlegt er það að dansa
   A7            D
á draugadansleik í nótt.

D            G
Stígðu, stígðu með mér í dansinn!
A7         D
Stattu upp, lyftu hæl!
D          G
Dillum bossa og dönsum,
A7        D
draugadansinn með stæl!    x2

Lag: Sikke sikke sikke et solskin
Texti: Baldur A. Kristinsson og Birte Harksen