Velkomin = مرحبا

With this song we would like to welcome all the Syrian refugees to Iceland! Þetta fallega arabíska friðalag lærðu börnin að syngja á einni viku en það var hluti af undirbúningsvinnu okkar í að taka við barni frá Sýrlandi í leikskólanum okkar. Myndbandið sem ég gerði var síðan framlag Urðarhóls í myndbandskeppnina í tilefni af Degi leikskólanns 2016. Ég vona að þegar þessi börn hitti arabískumælandi fólk í framtíðinni verði það fyrsta sem þau hugsa: "Hey, ég kann arabískt lag!" - og að þetta hjálpi þeim að yfirvinna fordóma og mynda jákvæð og vinsamleg samskipti.

Duglegu börnin í Skólatröð lærðu arabíska lagið á einni viku
Myndum_einingu
 
Við lærðum að skrifa velkomin á arabísku
Velkomin
Sjávarhólsbörnin gerðu stórt hnattlíkan
jörðin


 

Dropalagið á arabísku

Nahnu Qataratu
Bahrin Wahid
Nahnu Awraqu
Shajarin Wahid
Hayya Maána
Nattahidu Jamiúna Maán
Hadhihi Tariqatul Hayah

Kullul A'alam
Watanun Wahid
Kullun Nas
Min Aslin Wahid
Hayya Maána
Nattahidu Jamiúna Maán
Hadhihi Tariqatul Hayah
نحن قطرات
بحر واحد
نحن أوراق
شجر واحد
هيا معنا
نتحد جميعنا معا
هذه طريقة الحياة

كل العالم
وطن واحد
كل الناس
من أصل واحد
هيا معنا
نتحد جميعنا معا
هذه طريقة الحياة

Dropalagið á íslensku

Við erum dropar í einu hafi!
Dropar
Við erum laufblöð á sama trénu!
Laufblöð
Tengjumst böndum. Myndum einingu allra á jörð!
sk
        D
Við erum dropar x2
       D 
í einu hafi. x2
         G
Við erum laufblöð x2
       A7
á sama trénu. x2

          D     
Tengjumst böndum. x2
       G
Myndum einingu allra á jörð,
        D      A7           D
stefnum að því saman, þú og ég.

      D
Allar þjóðir x2
     D
sama þjóðin. x2
       G
Mannkynið x2
       A7
er ein heild. x2

          D
Tengjumst böndum. x2
       G
Myndum einingu allra á jörð,
        D       A7          D
stefnum að því saman, þú og ég.

Þýðing: Baldur A. Kristinsson og Birte Harksen