Þessi færeyska barnagæla hefur orðið mjög vinsæl á deildinni hjá okkur, enda er deildarstjórinn, Sverrir Dalsgaard, frá Færeyjum. Þótt færeyska líkist íslensku mikið á prenti þurftu bæði börn og fullorðnir að leggja sig öll fram við að ná framburðinum, sem er töluvert öðruvísi...

Dukka_mín_er_blá1

Til að hjálpa börnunum að muna og skilja textann gerði ég myndrenning þar sem sjá má framvinduna í laginu. Seinna datt okkur í hug að það væri auðvelt og skemmtilegt nota tákn með tali með laginu, og það höfum við gert síðan (vonandi getum við síðar gert upptöku sem sýnir þetta).

Dukka_mín_er_blá2

Dukka mín er blá

D            A
Dukka mín er blá,
D                    
hestur mín er svartur,
G            D
ketta mín er grá,
Em   A      D
máni mín er bjartur
Bm     A      D
gyllir hvørja á.


Og ein summardag
fara vit at ferðast,
langa leið avstað,
tá skal dukkan berast,
tá er systir glað.

Lag: Regin Dahl
Texti: Hans Andrias Djurhuus

Þegar við erum búin að syngja lagið á færeysku, syngjum við það venjulega líka á íslensku. Þótt sum rímorðin hverfi við það, er það vel hægt.

Myndskeið

Tekið upp í Heilsuleikskólanum Urðarhóli, júní 2009.