Einfaldur og skemmtilegur leikur sem er vinsæll um páskana og á vorin þegar mikið er talað um fugla og egg. Litlu börnin elska þegar eggin detta úr körfunni og geta leikið þennan leik aftur og aftur. Sjá myndskeið fyrir neðan.

Egg_í_körfu

Lýsing

Eitt barn stendur í miðjunnni og heldur á körfu með plasteggjum (e.t.v. skopparaboltum). Hin börnin leiðast í hring og syngja lítið lag (með laglínunni "Hjólin á strætó"). Barnið í miðjunni sveiflar körfunni og hvolfir henni síðan, svo að eggin rúlla út um allt. Börnin hjálpast að við að safna eggjunum saman og annað barn fær að vera með körfuna næst.

Egg í körfu

Sjáðu eggin hér í körfunni,
í körfunni, í körfunni
__________ sveiflar núna körfunni.
- eggin detta' á gólfið!

Texti: Birte Harksen

Tekið upp í Lundabóli, mars 2008, með 3-4 ára börnum.