Starfssystir mín, Birna Bjarnarson, kom heim frá dvöl í Danmörku þar sem hún lærði þetta skemmtilega lag. Það sló í gegn hjá litlu börnunum á deildinni hennar, og eins og sjá má á myndskeiðinu er það ótrúlega krúttlegt. :-)

Ein_lítil_önd_

Texti

Ein lítil, ein lítil,
ein lítil önd með væng.

(Allir sveifla öðrum "vængnum")

Ein lítil, ein lítil,
ein lítil önd með vængi.

(Allir sveifla báðum "vængjum")

Ein lítil, ein lítil,
ein lítil önd með fót.

(Allir stappa með öðrum fætinum)

Ein lítil, ein lítil,
ein lítil önd með fætur.

(Allir stappa báðum fótum)

Ein lítil, ein lítil,
ein lítil önd með stél.

(Allir dilla rassinum)

Ein lítil, ein lítil,
ein lítil önd með gogg!
Gogg, gogg, gogg, gogg!

(Allir gera "gogg" úr lófunum og skella þeim saman).