Í frumskóginum í Suður-Ameríku eru mörg þúsund mismunandi tegundir af fiðrildum. Eins og sést hér hafa börnin á Sjávarhóli líka hvert búið til sína gerð. Á myndskeiðinu eru fiðrildin einmitt að koma út úr púpunni og eru að gleðjast yfir því að geta teygt úr fallegu vængjunum sínum og flögrað um.
Tónlistin sem leikin er undir er panflaututónlist frá Andesfjöllum.
Umsjón: Birte Harksen og Ingibjörg (Imma) Sveinsdóttir, nóvember 2008.