Þetta lag er skemmtilegt að syngja með yngstu börnin og er mikið sungið á vorin þegar leikskólinn fer í sveitaferð. Lagið er að finna á geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög.

Gaggala-gú
Ég (G) skaust í skyndi’ á næsta sveita-(D)bæ
til að sækja lítinn hana (G) þar
lítinn hana gaggala-gaggala-(D)gú
sem snemma morguns vekur (G) mig

Ég skaust í skyndi’ á næsta sveitabæ
til að sækja litla hænu þar
litla hænu gokk, gokk, gokk
lítinn hana gaggala-gaggala-gú
sem snemma morguns vekur mig

Ég skaust í skyndi’ á næsta sveitabæ
til að sækja litla kisu þar
litla kisu mjá, mjá, mjá
litla hænu gokk, gokk, gokk
lítinn hana gaggala-gaggala-gú
sem snemma morguns vekur mig

Ég skaust í skyndi’ á næsta sveitabæ
til að sækja lítinn hund þar
lítinn hund - voff, voff, voff
litla kisu mjá, mjá, mjá
litla hænu gokk, gokk, gokk
lítinn hana gaggala-gaggala-gú
sem snemma morguns vekur mig

...lítið lamb - me, me, me

...lítinn gris - öff, öff, öff

...lítið folald - ííh-hí-hí-híí

Lag: Grísk þjóðlag
Texti: Baldur A. Kristinsson