Kristín Guðnadóttir, deildarstjóri í Skólatröð, bjó til þetta þetta skemmtilega lag, sem hjálpar litlu börnunum að læra að róla sér. Ennig gerði Kristín fínar myndir við lagið sitt, sem sjá má sýnishorn af hér á myndinni. Við tókum upp lagið í vor bæði uti og inni og hægt er að skoða myndskeiðið hér fyrir neðan.

Lagið_um_að_róla_sér

Hugmyndina að þessu lagi fékk Kristín til þess að hvetja börnin til að róla sér sjálf í stað þess að biðja sífellt þá fullorðnu um að ýta sér. Það hefur náð tilgangi sínum alveg prýðilega, og börnunum sem þegar eru búin að læra að róla sér finnst líka að þau séu að hjálpa hinum með því að syngja lagið. Ef einhver hefur áhuga á myndunum sem Kristín gerði má hafa samband við hana gegnum mig.

Texti:

Mér finnst svo gaman að róla mér...
Gaman_að_róla
    D          A        D    G
Mér finnst svo gaman að róla mér
D    A     D
hátt upp í geim
       G       D        A
Ég set fæturna út og ég tog' í band
D    A     D
hátt upp í geim

Svo kíki ég niður á skóinn minn
set fæturna inn
Svo kíki ég á fuglana og flugurnar
hátt upp í geim
Ég set fæturna út og ég toga í band...
Ég_set_fæturna_út
Svo kíki ég niður á skóinn minn
set fæturna inn
Svo kíki ég á tunglið og stjörnurnar
hátt upp í geim

Svo kíki ég niður á skóinn minn
set fæturna inn
Svo kíki ég á skýin og sólina
hátt upp í geim

Svo kíki ég niður á skóinn minn
set fæturna inn
Svo pota ég með tánum í regnbogann
það rignir á nebban minn

Lag og texti: Kristín Guðnadóttir