Veii!
hands

4 ára stelpa sem hafði verið í leikskóla í Danmörku áður en hún kom til okkar í Urðarhóli kenndi okkur þetta skemmtilega gleðihróp. Auk þess að það sé gaman að gera það í sjálfu sér, er gott að nota það sem tæki til að safna athygli barnanna í byrjun söngstundar.

Hreyfingarnar sem sjást á myndskeiðinu eru eftirfarandi: litlar hringhreyfingar framan við varirnar, stórar hringhreyfingar; lítið klapp á lærin, mikið klapp á lærin; lítið klapp á bringuna, mikið klapp á bringuna; litlar hringhreyfingar framan við varirnar, stórar hringhreyfingar; og svo kemur gleðihrópið þar sem maður lyftir höndunum frá gólfinu og upp til himins og segir "Veii!".