Ég gersamlega féll fyrir þessum texta sem Hjálmar Freysteinsson gerði við lagið "Vem kan segla". Síðan hann var sunginn á leikskólastjóraþingi á Selfossi (í mars 2009) hefur hann dreifst víða og er notaður mikið, sem er mjög ánægjulegt :-)

Texti

Am
Gulli og perlum að safna sér
Dm       Am
sumir endalaust reyna
   Dm      Am
vita ekki að vináttan er
E7       Am
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Lag: "Vem kan segla" þjóðlag frá Álandseyjum
Texti: Hjálmar Freysteinsson (Úrvalshagyrðingur, læknir á Akureyri og úr sextíu og sex árgang MA)