Ég gersamlega féll fyrir þessum texta sem Hjálmar Freysteinsson gerði við lagið "Vem kan segla". Síðan hann var sunginn á leikskólastjóraþingi á Selfossi (í mars 2009) hefur hann dreifst víða og er notaður mikið, sem er mjög ánægjulegt :-). Á myndinni eru 2-3 ára börn á Arnarsmára að læra lagið undir handleiðslu Eyrúnar Birnu Jónsdóttur, sem notar myndaspjöld til að styðja skilning og minni barnanna.

Gulli
Am
Gulli og perlum að safna sér
Dm       Am
sumir endalaust reyna
   Dm      Am
vita ekki að vináttan er
E7       Am
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina
en viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Lag: "Vem kan segla" þjóðlag frá Álandseyjum
Texti: Hjálmar Freysteinsson (Úrvalshagyrðingur, læknir á Akureyri og úr sextíu og sex árgang MA)