Á disknum með tónlist úr myndinni "The Godfather" fundum við lag ("The Pickup") sem hentar mjög vel ef maður ætlar að fara í þennan hákarlastoppdans. Hákarlarnir hreyfa sig ógnandi og í veiðihug um gólfið á meðan tónlistin spilar, en þegar hún stoppar velja þeir hákarlategund og safnast saman (e.t.v. hjá kennara eins og á myndskeiðinu). Dreginn er miði sem sýnir hvaða hákarlategund dettur úr leik og tónlistin sett aftur af stað. Stoppdansinn heldur áfram þar til að ein tegund stendur eftir í lokin sem sigurvegari ...survival of the fittest :o)
Fyrir utan að vera rosalega skemmtilegur stoppdans, er þetta frábær leið til að reyna að kenna börnunum nöfn mismunandi hákarlategunda, og gerðum við 8 mismunandi spjöld sem valið var úr í hvert skipti.
Þeir sem vita eitthvað um hákarla sjá líklega að við erum að nota aðeins vitlaus heiti, þar sem hákarlar eru oftast kallaðir "háfur" á íslensku - t.d. Sleggjuháfur og ekki Hamarhákarl. Það er einfaldlega vegna þess að orðið "hákarl" vekur miklu meiri áhuga hjá börnunum heldur en orðið "háfur".