Þessi látbragðsleikur vakti mikla lukku þegar við lékum hann með börnum úr elsta árgangi. Við höfum leikið hann inni, en auðvitað er líka upplagt að leika hann úti, þar sem honum lýkur með eltingarleik. Hér að neðan lýsi ég ferlinu í leiknum í myndum og stuttum myndskeiðum.

Börnunum er skipt í tvo hópa sem stilla sér upp á móti hvor öðrum með góðu bili á milli.

Nú á annar hópurinn að koma sér saman um hvað þau vilja vera, t.d. hestar eða hljóðfæraleikarar eða bakarar. Þetta munu þau sýna með látbragði síðar í leiknum. Hinn hópurinn má auðvitað ekki heyra hvað þau ákveða.

Hvað eigum við að vera?
Hvað_eigum_við_að_vera__63__

Hópurinn sem valdi sér hlutverk kemur nú þrammandi taktfast og sönglar: "Hér komum við! Hér komum við!" eins og sjá má á upptökunni.

Þegar börnin nálgast (um 1-2 metra í burtu) réttir hinn hópurinn hendurnar fram og segir hátt og snjallt: "Stopp!"

Stopp!
Stopp

Síðan syngja þau saman:

Hér kemst enginn fram hjá mér
nema hann sýni hver hann er!
Hér kemst enginn framhjá mér
Hér_kemst_enginn_framhjá

Þetta má einnig sjá hér á myndskeiðinu:

Þá sýnir fyrri hópurinn með látbragði hvað hann hafði valið að vera í upphafi, og sá síðari á að reyna að giska hvað hann er að sýna.

Sýnum með látbragði hvað við erum
Mimik

Þegar síðari hópurinn giskar rétt, hleypur látbragðshópurinn eins hratt og hann getur aftur í upphafsstöðuna, og hinn reynir að "klukka" börnin í honum. Þeir sem nást skipta um lið. Í næstu umferð skipta hóparnir um hlutverk.

Hlaupum!
Hlaupum