Hatturinn minn er svangur...
Svangur_hattur

Um daginn fékk ég að halda námskeið á leikskóla í Breiðholtinu þar sem meirahluti barnana er af erlendum uppruna. Mig langaði að sýna þeim hvernig tónlist getur verið frábær leið til að vinna með orðaforða og málörvun, og fékk þá hugmyndina að þessu lagi. Hér eru það aðallega lýsingaorð, sem er verið að vinna með

Hattarnir sem ég teiknaði.
Hatturinn_minn1

Börnunum finnst skemmtilegt að fá að velja hatt og setja hann á sig. Ég teiknaði upp nokkra hatta og stækkaði þá svo upp og vatnslitaði áður en þeir voru plastaðir. Að sjálfsögðu er hægt að gera alls konar hatta eftir því hvaða lýsingaorð maður ætlar að nota.

Myndskeiðið hér að neðan var tekið upp í Skólatröð (sem er deild í Urðarhóli í sér byggingu). Hljóðið er því miður ekki eins gott og það gæti verið og gítarinn örlítið illa stilltur, en a.m.k. fær maður góða tilfinningu af því hvernig hægt er að nota lagið.

Texti

C         G7
Hatturinn minn er langur
        C
of langur fyrir mig
         G7
af því han er svo langur
        C
þá má hann eiga sig!

Hatturinn minn er flatur...
Hatturinn minn er blautur...
Hatturinn minn er skakkur...
Hatturinn minn er mjúkur...
Hatturinn minn er skrítinn...
Hatturinn minn er fyndinn...
Hatturinn minn er lítill...
Hatturinn minn er óhreinn...
Hatturinn min er svangur... :)

Laglína: "Min hat, den har tre buler" / "My hat, it has three corners"

Hatturinn_minn Fyndinn_hattur