Þessi leikur er úr bókinni Töfrakassinn - tónlistarleikir eftir Bryndísi Bragadóttur. Þar má finna marga aðra tónlistarleiki, enda er bókin stútfull af skemmtilegum hugmyndum sem nota má í tónlistarstarfinu, bæði í leikskóla og í yngstu bekkjum grunnskóla.
Bók Bryndísar kom út 2008. Útgefandinn er Námsgagnastofnun. Bókin á vef Námsgagnastofnunar.