Á hverjum degi í desember höfum við aðventustund þar sem við syngjum lagið um Bláfjöll og fylgjumst með öllum þeim sem þar eiga heima. Þetta er norsk saga eftir Gudny I. Hagen og hefur verið sýnt nokkrum sinnum sem jóladagatal NRK 1. Gerður sagði okkur söguna og teiknaði söguþráðinn á töflu auk þess sem við skoðum nýja mynd fyrir hvern dag.

Jóladagatal
Á hverju degi fáum við að sjá nýja mynd sem Imma kennari teknaði upp úr norska dagatalinu
Jóladagatal_mynd

Aðalsöguhetjurnar eru Blásveinastelpan Turta, bróðir hennar Tvíburi, Rauðsveinastelpa sem villist og nokkrir misskynsamir bæjarbúar sem búa í þorpinu við rætur Bláfjalla. Gerður Magnúsdóttir þekkti söguna vel frá því þegar hún bjó í Noregi. Hún tók sig til og skrifaði upp ævintýrið. Hún átti myndadagatal með litlum myndum úr þáttunum og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir stækkaði þær til að auðvelda börnunum að fylgjast með.

Texti

Kom Blána með stelpu og strák
Brátt koma jólin í Bláfjöll
Klingedi-hæ klingedi-lí
Hæ hó! Það er góður dagur í dag
Það er _______ dagur í Bláfjöllum!

Lag: Gudny I. Hagen
Þýð.: Gerður Magnúsdóttir