Hämähäkki þýðir kónguló á finnsku. Okkur finnst svo gaman að hafa lært að syngja lagið um Kalla á því tungumáli líka og erum þakklát móður eins barnsins á deildinni en hún hjálpaði okkur að velja þetta finnska barnalag til að æfa. Á næstunni er líklegt að við lærum að syngja lagið á enn fleiri tungumálum.

Mér finnst áhugavert að í þessu lagi sem er til á mörgum tungumálum er ein lína sem ekki er alltaf eins. Það er þegar við syngjum um sólina. Í finnsku (og dönsku) útgáfunni fer laglínan hærra upp en í þeirri íslensku, en á ensku (Itsy Bitsy Spider) fer maður hins vegar neðar. (Reyndar erum við í upptökunni hér að neðan að syngja finnska textann eftir íslensku laglínunni, bara til að rugla börnin ekki).

Hämä-hämähäkki
DSC04751

Kalli litli könguló

Kalli litli könguló 
klifraði' upp á vegg
svo kom rigning og 
Kalli litli féll.
Upp kom sólin og 
þerraði hans kropp,
Kalli litli könguló 
klifrað upp á topp.

(Ókunnur höfundur)

...svo kom rigning og Kalli litli féll
KK

Hämä-hämähäkki

Hämä-hämähäkki 
kiipes langalle. 
Tuli sade rankka, 
hämähäkin vei.
Aurinko armas 
kuivas satehen, 
hämä-hämähäkki 
kiipes uudelleen.

Myndskeið