Elstu börnin á Kópasteini sungu fyrir gesti á ráðstefnunni Skapandi afl í leikskóla, sem haldin var í Salnum í Kópavógi 19. nóv. 2009. Þau voru yndislega sæt og sungu meðal annars þetta skemmtilega lag um að ríma. Tónlistarkennarinn þeirra heitir Linda Margrét Sigfúsdóttir.

Kanntu að ríma

C          Am    Dm  G7
Viltu segja mér hvað rímar við lúðrasveit?
    Dm  G7      Em  Am
Það er fjallageit! Það er fjallageit!
Dm          G7    C
Viltu segja mér hvað rímar við barnakór?
    Dm  G7     C
Það er eyrnastór! Það er eyrnastór!

     F        C 
Kanntu að ríma? Kanntu að ríma?
     D7   G7    C
Já, það kann ég, svei mér þá!
     F        C
Kanntu að ríma? Kanntu að ríma?
     D7   G7    C
Já, það kann ég, svei mér þá!

Viltu segja mér hvað rímar við nótnabók?
Það er diet coke! Það er diet coke!
Viltu segja mér hvað rímar við plötusnúð?
Það er fatabúð! Það er fatabúð!

Kanntu að ríma? Kanntu að ríma?
Já, það kann ég, svei mér þá!
Kanntu að ríma? Kanntu að ríma?
Já, það kann ég, svei mér þá!

Lag: John Høyby
Texti:?

Ráðstefna