Einn daginn kom barn af Urðarhóli í leikskólann með disk sem heitir "Top Hits from Kenya", en þar var meðal annars þetta lag á swahili. Mér fannst laglínan svo skemmtileg að mig langaði strax að búa til íslenskan texta við hana. Viðlagið er eins og í upphaflegu útgáfunni. Á upptökunni með laginu á disknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög er það sonur minn, Matthías, sem syngur lagið með mér.

Kirie-kirio.mp3

Kirie-Kirio3
Kirie-Kirio2.jpg
Kirie-Kirio2

Þegar við syngjum lagið í fyrsta skipti nota ég gjarna handbrúður og sýni lítið leikrit um krakka sem tuða í mömmu sinni um þetta og hitt. Síðan fá tvö börn að vera með handbrúðurnar og velja hvað þau ætla að biðja mömmu sína um. Þau geta valið eitthvað sem er á myndspjaldi (eins og að fara til ömmmu, fá köku...), eða bara valið eitthvað annað sjálf. Siðan syngjum við í samræmi við hvað þau hafa valið að biðja um.

Textinn er semsagt breytilegur, en hérna er hann eins og hann er á geisladisknum, og neðst á síðunni er tengill á lagið á mp3-sniði.

Kirie-Kirio

Mig langar svo mikið í sund, mamma.
Nei elskan, ekki' í dag!
Mig langar í nammi og ís, mamma.
Nei ástin, ekki' í dag!
Þú sagði það sama í gær, mamma.
Ég segi það líka í dag!
Hvenær má ég það þá, mamma?
Kannski um helgina!

Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.
Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.

Mig langar svo mikið í bíó, mamma.
Nei elskan, ekki' í dag!
Mig langar í pylsu og gos, mamma.
Nei ástin, ekki' í dag!
Þú sagði það sama í gær, mamma.
Ég segi það líka í dag!
Hvenær má ég það þá, mamma?
Kannski um helgina!

Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.
Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.

Mig langar svo mikið í pizzu, mamma.
Nei elskan, ekki' í dag!
Mig langar að fara í tölvu, mamma.
Nei ástin, ekki' í dag!
Þú sagði það sama í gær, mamma.
Ég segi það líka í dag!
Hvenær má ég það þá, mamma?
Kannski um helgina!

Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.
Kiri-kirie, kiri-kirio
kiri-kiri-kir, kiri-kir, mamma.

Gítargrip

//: D D / D A /
  / A A / A D ://
//: D G / G D /
  / D A / A D ://

Lag: Black Blood (hljómsveit frá Kenýa).
Texti: Birte Harksen

Hér er upphaflega lagið sem íslenska útgáfan er byggð á (án þess auðvitað að vera þýðing).