Þetta lag frá Eyvindi Inga Steinarssyni í Vestmannaeyjum er gott dæmi um það hvernig lög geta orðið til úr sameiginlegri upplifun. Lagið styrkir minninguna um upplifunina, sem svo einnig á hinn bóginn gerir lagið skemmtilegra og eftirminnilegra.

Í textanum eru tilvísanir í atburði og smáatriði sem hinn upphaflegi hópur þekkir frá heimsókninni. Ókunnugir skilja þær kannski ekki fullkomlega, en þær gera textann samt mjög heillandi en skemmtilegan. Annað svipað dæmi um þetta er Skessan í hellinum.

Við sáum krabba labba...
Krabbi
Eyvindur segir eftirfarandi um tilurð lagsins:

"Lagið varð til er Rauðagerði (nú aflagður) heimsótti Fiskasafnið (Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum). Þar var ýmislegt að sjá og meðal annars var stökkmús í búri inni á skrifstofu forstöðumanns. í búrinu var hjól, sem músin gat hlaupið inni í. Einnig var þar skjaldbaka sem teygði höfuðið upp til að sjá börnin yfir brún kassa sem hún var í. Á safninu voru m.a. stórir krabbar frá Maine í U.S.A., uppstoppuð dýr og skordýr í öskjum ásamt ýmsum lifandi fiskum í glerbúrum, þ. á m. steinbítur. Lagið og textann setti ég svo saman eftir heimsóknina."

Texti

  Am            
//:"Ligga-ligga-lá.
      Dm 
Við fórum fiskisafnið á" ://
Am
jabba dabba dú, við sáum

krabba labb' og þúsundfætlan
Dm
uppstoppuð í glerinu lá
  C
og stökkmúsin hún spólaði

á staðnum er hún hjólaði
  G
og skjaldbakan þetta sá.
 Am
"Ligga-ligga-lá. 
     Dm
Við fórum fiskisafnið á"

Lag og texti: Eyvindur Ingi Steinarsson

Hljóðstafir

 • C: börnin spila á C og E
 • Am: börnin spila á A og C (litla)
 • Dm: börnin spila á D og F
 • G: börnin spila á G og B