Ein stelpa á deildinni mætti í leikskólann með ferlega flotta prjónaða krummavængi. Það var því alveg upplagt að hún léki svanga krummann á skjánum á meðan við hin myndum syngja lagið. Imma kenndi okkur laglínuna við þetta gamla þjóðkvæði, en það eru víst líka til önnur lög.

Krumminn á skjánum

Við vorum með fullt af krummum á skjánum hjá okkur
DSC05518___40__1__41__
Krumminn á skjánum,
kallar hann inn.
Gef mér bita af borði þínu,
bóndi minn!
Bóndi svarar býsna reiður,
burtu farðu, krummi leiður.
Líst mér að þér lítill heiður,
ljótur ertu á tánum,
krumminn á skjánum.