Leikskólar sem taka þátt í forvarnarverkefninnu "Vináttu" frá Barnheill þekkja væntanlega þetta lag, því að það er eitt af lögunum á tónlistardisknum fyrir 1-3 ára. Hér á myndskeiðinu fyrir neðan er hægt að sjá skemmtilega leið til að nota lagið. Börnin gengu eftir slá á alls konar hátt í lok danstímans hjá mér í dag. Mér fannst það svo sætt og var eiginlega alveg í skýjunum yfir hvað það virkaði vel. P.S. Það var bleikur dagur í dag :)

Lína línudansari

Lína línudansmær á heima úti við sjó
Og fyrir línadansinn á hún flotta skó
Heyra má í salnum hrifning mannfjöldans
því Lína er sú besta að stíga línudans. 

Lagið má finna á Spotify í möppu sem heitir: Vinátta - Gott er að eiga vin. Fyrir börn yngri en þriggja ára . Það er Ragnheiður Gröndal sem syngur en lagið samdi Anders Bøgelund og er það upphaflega á dönsku.