Þetta lag er þýðing á "Little white duck" Bernard Zaritzky og Walt Barrows. Þýðing: Birte Harksen og Baldur Kristinsson. Hlustið á lagið í myndskeiðinu neðst á síðunni. Myndirnar eru eftir Immu (Ingibjörgu Sveinsdóttur).

Lítil_hvít_önd

Lítil hvít önd

”Little white duck”

Það var (C) lítil, hvít önd;
að synda' um tjörnina' (G7) alla.
Lítil, hvít önd
- hvað var hún að (C) bralla?!
Hún (F) synti' um og glefsaði' í (C) liljublað
hún (D7) kvakaði hátt og sagði (G7) ”Veistu hvað,
ég er (C) lítil, hvít önd,
að synda' um tjörnina' (G7) alla.
Bra, bra, (C) bra”.

Það var lítill, grænn froskur
að hoppa' um tjörnina' alla.
Lítill, grænn froskur
- hvað var hann að bralla?!
Hann hopppað' og settist á liljublað,
hann kvakaði hátt og sagði ”Veistu hvað,
ég er  lítill, grænn froskur,
að hoppa' um tjörnina' alla.
Ribbit-ribbit-ribbit.”

Það var lítil, svört bjalla
að fljúga' um tjörnina' alla.
Lítil, svört padda.
- hvað var hún að bralla?!
Hún heimsótti froskinn á liljublað,
hún suðaði hátt og sagði ”Veistu hvað,
ég er lítil, svört bjalla
að fljúga' um tjörnina' alla.
Bzzt-bzzt-bzzt.”

Það var lítil rauð, slanga
að synda' um tjörnina' alla.
Lítil, rauð slanga
- hvað var hún að bralla?!
Hún hræddi frosk og önd af stað,
svo bjölluna hún át og sagði ”Veistu hvað,
Ég er lítil, södd slanga'
að synda' um tjörnina' alla.
Ssss-Sss-Sss.”

Nú er enginn eftir
á ferð um tjörnina' alla.
Enginn eftir
og enginn neitt að bralla.
Bara eitt autt, lítið liljublað
Engin önd og enginn froskur - 
leitt mér þykir það!
Það er enginn eftir
á ferð um tjörnina' alla
bú-hú-hú.

Myndskeið 1

Börnin í Stubbaseli sungu fyrir foreldra sína á vorsýningunni, 9. maí 2008:

Myndskeið 2

Hér er annað dæmi þar sem lag og saga skiptast á og styðja hvort annað. Umsjón: Imma og Birte

Tekið upp í Heilsuleikskólanum Urðarhóli, apríl 2008: