Ef maður hefur komið sér upp safni af smádóti sem hægt er að nota sem leikmuni við mismunandi lög, hefur það gefið góða raun að geyma það eins og sést á myndinni. Þetta verða þá "Lög í dós". Dósirnar eru stórar niðursuðudósir úr eldhúsi leikskólans. Þetta auðveldar bæði flutning og yfirlit, og þar að auki er skemmtilegra fyrir börnin að taka þátt í að velja lögin.