Þetta er nýtt lag sem ég er mjög ánægð með og sem var fersk viðbót við árlegu alþjóðavikurnar okkar í leikskólanum. Mér hefur alltaf fundist fyndið að svo mörg börn virðast halda að "útlandið" sé alvöru land, svo þess vegna ákvað ég að hafa það með í textanum.

Púsluspil með fólki sem tengist böndum
cirkel
Púsluspil með öllum heimsálfunum
Kort
Hnattlíkan skoðað. Hvar er eiginlega Afríka?
globus

Ég taldi að með því að búa til lag um heimsálfurnar væri hægt að hjálpa börnunum til að muna betur hvað þær heita og hversu margar þær eru, og kannski líka skilja betur að það eru mörg lönd í hverri heimsálfu, og að Ísland er hluti af Evrópu. Ég vona að margir geti notað þetta lag, og set því líka pdf-skjal með sem hægt er að sækja og prenta út.

Lagið um heimsálfurnar

A
Viltu koma með til útlanda?
A                      E
Heimsækjum saman allar heimsálfurnar.
A                         D
Fljúgum eða siglum, tökum rútu eða lest.
E                       A
Endum svo á Íslandi því heima er best!

A
Evrópa, Asía og Afríka,
A                  E
Suðurskautið síðan Ástralía-aaa
A                D
Norður- og Suður-Ameríka
E                      A
Heimsækjum saman allar heimsálfurnar!

Síðan má bæta við:

Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.
Augu, eyru, munnur og nef.
Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

Lag: "Höfuð, herðar, hné og tær"
Texti: Birte Harksen
Með innblæstri frá "The Continents Song"

Lagið um heimsálfurnar.pdf