"Birte, ertu með eitthvað sniðugt stafalag til að nota með litlum börnum?" spurði deildarstjóri á yngri deild mig um daginn og í framhaldi fékk ég hugmynd að þessu einfalda lagi. Ég hlakka til að prófa hana með börnunum á manudaginn og leyfi ykkur að fá að heyra lagið hér þó að ég hafi nú bara gert litla upptöku heima í stofu hjá mér. Kannski getur einhver haft gagn af henni :) Bókin sem ég er með heitir Litla stafabókin og er eftir Valgerði Bachmann.

Litla stafabókin

Ég er með litla bók,
hún er full af stöfum.
Bókstafir, það eru
stafir í bók.

Nöfnin okkar, þau byrja
líka á stöfum.
En veistu hvað hann heitir,
stafurinn þinn?

Lag og texti: Birte Harksen

Myndskeið