Það var mjög gaman hjá okkur í dag þegar við héldum krabbahátíð á sal. Við sungum meðal annars þetta nýja lag um krabba sem þrátt fyrir að vera veiddur og fara í pottinn, heldur ótrauður áfram að syngja: "Ef þú kemur nálægt mér, ég klíp með krabbakló". Lagið er upphaflega danskt en passaði svo vel við krabbaþemað, sem við vorum með á deildinni, að það var upplagt að þýða það í hvelli. Á myndskeiðinu má sjá hvað það var ótrúlega fyndið þegar Ingalind deildarstjóri lék krabbann á meðan við hin sungum lagið.
![]() |
Eins og sjá má voru flest börnin búin að breytast í litla, sæta krabba, en á deildinni eru snilldarstarfsmenn sem voru fljótir að "gúgla" hvernig mætti fara að því :)
![]() |
Í von um að þetta geti orðið sumarsmellur víðar um land setti ég inn pdf-skjal, sem er auðvelt að prenta út :) Það eru tvær útgáfur, með og án gítargripa:
Góða skemmtun!
Litli, sæti krabbinn
![]() |
Lítill, sætur krabbi
á hafsbotninum bjó
með fullt af öðrum sjávardýrum
langt úti á sjó.
Og litli krabbinn hló
og sagði: “Nú er nóg!
Ef þú kemur nálægt mér
ég klíp með krabbakló!”
![]() |
Veiðimaður nokkur
í krabbann vildi ná
Og fyrr en varði krabbinn
í netinu lá.
En litli krabbinn hló
og sagði: “Nú er nóg!
Ef þú kemur nálægt mér
ég klíp með krabbakló!”
![]() |
Krabbinn fór í pottinn
og vatnið það var heitt
en litli, sæti krabbinn
hann brosti bara breitt.
Já, litli krabbinn hló
og sagði: “Nú er nóg!
Ef þú kemur nálægt mér
ég klíp með krabbakló!”
Lag: “Der lå en lille krabbe”
Þýðing: Birte Harksen, 2015