Hér hefur laginu um tröllin verið breytt þannig að það fjallar um drauga í staðinn. Börnunum finnst þetta mjög fyndið :-)

Litli_vasaklútur
Hátt uppi' á loftinu
búa þrír draugar:
draugamamma' og draugapabbi
og litli vasaklútur.
"Bööööö!" sagði draugapabbi.
"Böööö!" sagði draugamamma.
En hann litli vasaklútur
sagði: "Aaatsjú!"

Texti: Gerður Magnúsdóttir, leikskólakennari á Heilsuleikskólunum Urðarhóli