Þetta lag er mjög vinsælt hjá yngstu börnunum. Hér á myndunum er það notað með bók sem er með gati í miðjunni svo að börnin geti sjálf leikið dýrið sem sungið erum. Því miður veit ég ekki hver samdi lagið. Það eru 2ja ára börnin á Stjörnuhóli, sem eru að syngja á upptökunni hér fyrir neðan. Des. 2005

Upptakan er alveg frábær og fær mig alltaf til að brosa :o)) Ljon og filar.mp3

Ljón

Fíll

Ljónin, ljónin, ljónin, ljónin,
ljónin hér og þar
ljónin eru allstaðar!
Tralla-la-la-la,
tralla-la-la-la,
tralla-la-la-la-LA!
(Urra eins og ljón)

Api

Fílar, fílar, fílar, fílar,
fílar hér og þar
ljónin eru allstaðar!
Tralla-la-la-la,
tralla-la-la-la,
tralla-la-la-la-LA!
(Lúðrahljóð eins og fíll)

Náttúrulega er hægt að nota líka önnur dýr.

Hreyfingar

Snákur

    1. lína: labba í loftinu með höndunum.
    1. lína: benda með vísifingrunum til vinstri ("hér") og til hægri ("þar").
    1. lína: breiða út faðminn
  • 4.-6. lína: Klappa á lærin þegar sungið er: Tralla-la-la o.s.frv.
    1. lína: Segja hljóð dýrsins og e.t.v. gera hreyfingar sem eru viðeigandi fyrir viðkomandi dýr.

Gaman er að nota bókina [http://www.amazon.co.uk/Jungle-Little-Players-Benedicte-Guettier/dp/1840893257/|In the Jungle eftir Benedicte Guettier] með börnunum þegar þetta lag er sungið. Bókin færst á Amazon.co.uk

Hugmynd frá Rúnu í Borganesi

Rúna (Sigrún K. Halldórsdóttir) segir: "Ég kenndi krökkunum lagið, skipti þeim svo í t.d. fjóra hópa; ljón, fíla, slöngur og apa og lét þau ganga eða skríða hvert í sitt horn á salnum. Í miðjuna lét ég stóra trommu sem er reyndar skreytt með frumskógarmyndum og þegar við sungum um t.d. ljónin þá máttu þau læðast að trommunni og spila þangað til lagið var á enda. Þá ráku þau upp ljónaöskur og fóru heim til sín aftur. Þannig koll af kolli."