Þetta lag er gaman að syngja með þeim handahreyfingum sem passa við framvinduna í textanum. Hlustið á laglínuna í myndskeiðinu hér að neðan.
Hægt er að kynna lagið fyrir börnunum með því að setja plástur á litlafingurinn, og þegar börnin spyrja hvernig standi á plástrinum, getur maður sagt söguna á bak við lagið - helst á eins dramatískan hátt og hægt er ... :-)
Once I caught a fish alive
One, two, three, four, five,
Once I caught a fish alive,
Six, seven, eight, nine, ten,
Then I let go again.
Why did you let it go?
Because it bit my finger so.
Which finger did it bite?
This little finger on the right.
Sigrún (Rúna) Halldórsdóttir, tónmenntakennari í Borgarnesi gerði eftirfarandi þýðingu sem þegar hefur vakið mikla lukku:
Bimbi bimm
Einn, tveir, þrír,fjórir,fimm
ég veiddi fiskinn Bimba bimm.
Sex,sjö,átta,níu´og tíu
í vatnið Bimbi stökk að nýju.
Af hverju slapp hann þá?
Hann beit í fingurinn æ,æ,á!
Hvaða fingur var það?
-----fingur nema hvað.