Við matarborðið eftir nónhressingu
Ong_Namo

Við höfum tekið upp þann skemmtilega sið að takast í hendur og syngja alltaf eitt til tvö lög rétt áður en sagt er "Takk fyrir matinn". Þetta er fín leið til að rifja upp þau lög sem við erum að æfa þá stundina. Í haust var þessi mantra, "Ong Namo", í sérstöku uppáhaldi hjá þessum fjögurra ára börnum og myndaði alltaf sérstaka stemmningu í matsalnum þegar hún varð fyrir valinu.

Ong Namo 
Guru Dev Namo

(Þetta þýðir eitthvað í þessa veru: "Ég hneigi mig fyrir hinum andlega kennara í sjálfum mér").

Skoðið myndskeiðið til að sjá hreyfingarnar sem við gerum við möntruna.