Á útskriftardaginn vorið 2015 sungu börnin á Sjávarhóli og Skýjahóli þessa þýðingu á "Puff, the Magic Dragon" til að gleðjast yfir mætti hugmyndaflugsins en líka til að minnast þess að þegar maður stækkar þarf að kveðja ýmsar hugmyndir og upplifanir bernskunnar, sem vekur ákveðinn söknuð. Það þarf ekki að taka fram að ekki var ósnertur foreldri í salnum :-)

FullSizeRender

Um vorið höfðum við verið með drekaþema á Sjávarhóli og lásum m.a. bókina Puff the Magic Dragon eftir Peter Yarrow og Lenny Lipton. Hið þekkta lag sem bókin byggist á (og notað er í henni) er eftir hljómsveitina Peter, Paul and Mary. Til er þýðing textans yfir á íslensku undir heitinu "Breki, töfradreki", en ég frétti ekki af honum fyrr en ég var búin að gera mína eigin þýðingu, sem ég sneið eftir myndunum í bókinni.

Til að auka innlifun barnanna notaði ég eins og oft áður ýmiss konar dót til segja og leika söguna áður en þau lærðu lagið. Þetta dót var svo aðgengilegt fyrir börin til að nota í frjálsum leik á deildinni.

Þú flýgur yfir sjó og land og ferð í fjársjóðsleit með mér
alex2

Púff töfradreki

C        Em
Púff, minn töfradreki
F      C
saman förum við
F         C  Am
í bátsferð niðr'í fjöru
   D  G
og í ævintýraleit
Elsku Púff, einn daginn verð ég orðin fullorðin...
FullSizeRender-1
C       Em
Kóngar og sjóræningjar
F      C
allir heilsa þér.
  F      C   Am
Þú flýgur yfir sjó og land og
    Dm    G    C -G
ferð í fjársjóðsleit með mér


Púff, minn töfradreki
saman förum við
í bátsferð niðr'í fjöru
og í ævintýraleit
Þér finnst best að leika
Ég er vinur þinn!
Enn elsku Púff einn daginn
verð ég orðinn fullorðinn

-og svo hverfur þú, vinur minn!

Lag:" Puff, The Magic Dragon"
Texti: Birte Harksen, 2015

md
halli
DSC02462
FullSizeRender-1-2