Alvöru pandandabjörn (Gerði Magnúsdóttur)
Panda2

Í sambandi við pandaþema sem við vorum með á Sjávarhóli (sem er ein stofan á Urðarhóli í Kópavogi), höfðum við pantað bókina Panda Bear, Panda Bear, What Do You See? af Amazon. Hún fjallar um dýr í útrýmingarhættu og er eftir Bill Martin Jr. og Eric Carle. Fyrir tilviljun fundum við lag sem hægt er að syngja textann í bókinni við, svo að við þýddum textann yfir á íslensku. Niðurstöðuna má heyra í flutningi Sjávarhólsbarna og -kennara í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Panda_bear1.jpg
Panda_bear1

Pandabjörn, pandabjörn

Textinn með gítargripum (pdf)

Pandabjörn, pandabjörn
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé stóran skallaörn
fljúga fram hjá mér 

Ó, skallaörn, ó skallaörn
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé vatnavísund
geysast fram hjá mér
Panda_bear2.jpg
Panda_bear2
Vatnavísundur, vatnavísundur
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé köngulóarapa
sveiflast fram hjá mér 

Ó, api, ó api
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé græna skjaldböku
synda fram hjá mér

Græna skjaldbaka, græna skjaldbaka
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé makkarónumörgæs
vagga fram hjá mér 

Makkarónumörgæs, makkarónumörgæs
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé bústið sæljón
busla fram hjá mér 

Ó, sæljón, ó sæljón
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé fagurrauðan úlf
Ú-ú-ú-ú-ú-ú!

Rauði úlfur, rauði úlfur
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé trompet-trönu
svífa fram hjá mér 

Trompet-trana, trompet-trana
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé svartan pardus
læðast fram hjá mér 

Ó, pardus, ó pardus
Seg mér hvað þú sérð.
Ég sé barn sem sefur rótt, og
dreymir um dýrin hér

Draumabarn í draumalandi
Seg mér hvað þú sérð.

Nú ég sé...
pandabjörn og stóran skallaörn,
vatnavísund og köngulóarapa,
græna skjaldböku, makkarónumörgæs.
Ég sé sæljón og rauðan úlf... ú-ú-ú-ú!
Trompet-trönu og svartan pardus.

Þau eru villt og frí
- mínum draumum í!

Panda Bear, Panda Bear, What Do You See?, bók eftir Bill Martin Jr / Eric Carle
Höfundur lags óþekktur
Þýðing: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson