Hérastubbur bakari bræðir yfir eldi smjörið
Hérastubbur

Það er svo skemmtilegt fylgjast með því hvernig börn á leikskólaaldri geta fengið algert æði fyrir þeim leikritum sem sýnd eru í leikhúsum landsins, eins og núna fyrir Dýrunum í Hálsaskógi.

Við skiljum þessa hrifningu vel, því að við munum eftir hvað það var stórkostleg upplifun að fara í leikhús þegar við sjálf vorum lítil (og sáum jafnvel sömu leikritin). Þess vegna er svo að gaman að láta börnin hrífa sig með og fara að taka þátt í leikgleðinni :). Þetta lag klikkar aldrei og það verður bara enn skemmtilegra af því að vera með fullt af leikmunum og leyfa börnunum að smakka sykurinn og finna lykt af piparnum.

Það er gaman að fá að smakka sykurinn... :)
Sykur

Texti

C
Þegar piparkökur bakast 
    G7
kökugerðarmaður tekur 

fyrst af öllu steikarpottinn 
        C
og eitt kíló margarín.

Bræðið yfir eldi smjörið
       F 
er það næsta sem hann gjörir 
      C
er að hræra kíló sykurs 
      G7               C
saman við það, heillin mín. 
Ilmurinn af nýbökuðum piparkökum er dásamlegur :)
Piparkökur

Mikka ref langar í piparkökurnar
Mikki

C
Þegar öllu þessu er lokið 
       G7
takast átta eggjarauður 

maður þær og kíló hveitis 
       C
hrærir og í potti vel.

Síðan á að setja í þetta 
     F
eina LITLA TESKIÐ pipar 
       C
svo er þá að hnoða deigið 
          G7            C
og breiða það svo út á fjöl. 

Lag: Christian Hartmann og Thorbjörg Egner
Texti: Kristján frá Djúpalæk þýddi ljóð leikritsins á íslensku. Það var frumsýnt á Íslandi árið 1962 með þeirri þýðingu í Þjóðleikhúsinu.

Ég hef séð textann með ögn breytilegu í orðalagi og ég veit ekki hvernig það á að vera, en þetta er útgáfan sem ég nota á Urðarhóli.