...hún ruggar geðveikt mikið!
Ruggutönn

Það er mikil upplifun að fá fyrstu lausu tönnina sína, og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um, enda nýtur það mikilla vinsælda meðal elstu barnanna. Þetta er þekkt danskt barnalag, sem við höfum þýtt yfir á íslensku. Lagið er að finna á geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög og má oft heyra í Útvarpi Latabæ. Horfið á myndskeiðið, hlustið á lagið!

Ruggutönn

Ruggutönn1.jpg
Ruggutönn1
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar geðveikt mikið
Pabbi vill toga' í mína tönn
En nei, þar dreg ég strikið!

Hún er mín eigin ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn

Ég er með lausa tönn 
Hún ruggar er ég tala 
Mamma vill taka þessa tönn 
Ég neita því og gala: 

Hún er mín eigin ruggutönn 
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn 
Ég vil ekki missa mína ruggutönn 
Ruggu-ruggu-ruggutönn

Ég er með lausa tönn 
Hún ruggar við hvern sopa 
Ég sötra saft í óða önn 
Því hún ruggar líka er ég ropa! 

Ég elska mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mina ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn

Lag: Poul Kjøller / Charlotte Blay
Þýð.: Birte Harksen & Baldur Kristinsson

Gítargrip

(Gítarklemma í 3.)

//D/G/
/A/D/
/D/G/
/A/D//

//G/D/
/A/D/
/G/D/
/A/D//

MP3-skrá

Hér er lagið sem MP3-skrá: ruggutonn.mp3.